Smíði á 127mm linsusjónauka

Linsan er frá Istar Optical Aperture 127mm f/7.5 3 Element APO Lens fully multicoated optics Astrograph

Linsan kemur í linsuhúsi er kallast counter cell sérstakur túpuhringur festist á túpuna og linsan skrúfast á túpuhringinn

Skapalón til að finna mismunandi lengd á fókus eftir hvað á að nota. Lengt á túpu ákveðin

2″ fókuser keyptur frá Crawmach. Leiser notaður til að staðsetja fókuser í túpunni

Teikning sett framan á túpu til að sjá hvar staðsetning geislans er

Túpa dufthúðuð hvít og sprautuð svört að innan með supermatt

Dggarhlíf 156mm dufthúðuð hvít og sprautuð að innan með supermatt

Ákveðið að nota 6 ljósstopp til að hindra ljóskast í túpuni. Fræst var í álplötu

Hringir raðaðir á 3mm snittteina með millibili samkvæmt teikningu og sprautaðir svart með supermatt

Snittteinar festir við fókus bakfestingu sem er stillanlegt

Hringjum komið fyrir í túpu

Linsufestingu komið fyrir og linsa skrúfuð á.Prufuskoðun gerð

Rent var úr pon plastefni linsulok,endahringir á daggarhlíf

Daggarhlíf komið fyrir og túpuhringir með losmandy plötum

Fókusmótor festing smíðuð og Cercis mótor komið fyrir

Millimetra kvarði límdur á fókustúpu

Sjónaukinn fullgerður með WO 66mm sjónauka á bakinu